Björninn lagði SA að velli, 4:2, eftir vítakeppni er liðin mættust í Egilshöllinni í dag í þriðja leik liðanna í úrslitakeppni íshokkí karla. Björninn hefur þar með tekið 2:1 forystu í einvígi liðanna um titilinn en þrjá sigra þarf til þess að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Liðin mætast í fjórða leiknum strax á morgun, mánudag, kl. 19:15 í Egilshöll og sigri Björninn þann leik tryggja þeir sér titilinn.
Björninn skoraði fyrsta mark leiksins í dag og það gerði Daði Örn Heimisson á 5. mínútu fyrsta leikhluta. Jón Benedikt Gíslason jafnaði metinn fyrir SA á 13. mínútu og staðan 1:1 eftir fyrsta leikhluta. Ekkert mark var skoraði í öðrum leikhluta.
Á 6. mínútu þriðja leikhluta komst Björninn yfir á nýjan leik en Jóhann Már Leifsson jafnaði metinn fyrir SA áður en leikhlutinn var allur. Staðan að loknum venjulegs leiktíma var jöfn, 2:2, og því þurfti að framlengja. Þar tókst hvorugu liðinu að skora og því þurfti að grípa til vítakeppni til þess að knýja fram sigurvegara.
Þar hafði Björninn betur með því að skora tvívegis gegn engu marki SA og Bjarnarmenn fögnuðu því dýrmætum 4:2 sigri.
Björninn er því í lykilstöðu fyrir leikinn á morgun og með sigri tryggja þeir sé titilinn. SA er hins vegar komið upp að vegg og verður að ná sigri á morgun til þess að knýja fram oddaleik.