Þrjár heiðursviðurkenningar voru veittar til einstaklinga sem þykja hafa lagt mikið af mörkum til menningarlífs á Akureyri, hver á sinn
hátt. Þetta eru Heiðdís Norðfjörð rithöfundur, Ingvi Rafn Jóhannsson söngvari og Arngrímur Jóhannsson athafnamaður.
Þá voru tvær viðurkenningar veittar vegna byggingalistar. Arkitektastofan Kollgáta sem er í eigu Loga Más Einarssonar og Ingólfs Freys
Guðmundssonar hlaut viðurkenningu fyrir vel útfærða viðbyggingu á funkishúsi í Helgamagrastræti 3 á Akureyri og arkitektinn
Ágúst Hafsteinsson hlaut viðurkenningu fyrir Glerárvirkjun stöðvarhús Norðurorku í Glerárgili.
Í ár voru í fyrsta skipti veitt athafna- og nýsköpunarverðlaun Akureyrarbæjar og féllu þau í skaut fyrirtækjanna RAF, sem fær viðurkenningu fyrir nýsköpun og frumkvöðlastarf, og SS Byggir fyrir athafnasemi og kraftmikla starfsemi. Það var Pétur Bergmann Árnason sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd RAF og Sigurður Sigurðsson frá SS Byggir.