Björgvin og Dagný Linda sigruðu á Skíðamóti Íslands

Þau Björgvin Björgvinsson frá Dalvík og Dagný Linda Kristjánsdóttir frá Akureyri eru fremsta skíðafólk Íslendinga í dag. Þetta sönnuðu þau með því að sigra í svigi og stórsvigi á Skíðamóti Íslands sem fram fór í Hlíðarfjalli um helgina.

Bæði höfðu þau töluverða yfirburði í sínum greinum, en þó fékk Björgvin töluverða samkeppni frá Akureyringnum unga Þorsteini Ingasyni í sviginu. Hjá konunum varð hins vegar hin unga og efnilega Salome Tómasdóttir í öðru sæti í bæði svigi og stórsvigi á eftir Dagný Lindu.

Ítarleg umfjöllun um mótið birtist í Vikudeg nk. miðvikudag.

Nýjast