Björgvin í eldlínunni í heimsbikarnum í dag

Skíðakóngurinn frá Dalvík, Björgvin Björgvinsson, verður á ferðinni í dag í heimsbikarkeppninni í svigi sem fram fer í Zagreb í Króatíu. Björgvin náði góðum árangri á sama stað í fyrra en þá varð hann í 24. sæti af 74 keppendum. Aðstæður til skíðaiðkunnar eru hins vegar ekki upp á það besta í Króatíu þessa dagana vegna snjóleysis.

Björgvin er í 75. sæti á nýjum heimslista Alþjóða skíðasambandsins.

Nýjast