Við sama tækifæri var undirritaður samstarfssamningur milli Björgunarsveitarinnar og sveitarfélagsins Dalvíkurbyggðar. Samningurinn er afar jákvæður fyrir báða aðila, sveitarfélagið styður fjárhagslega við bakið á sveitinni og sveitin vinnur að ýmsum verkum og verkefnum fyrir sveitarfélagið. Mikil ánægja ríkir með stuðning sveitarfélagsins í garð Björgunarsveitarinnar Bjartsýni og ánægja ríkti meðal fjölmargra gesta sem voru viðstaddir atburðina og nutu síðan ríkulegra veitinga að hætti kvennadeildarinnar á Dalvík, segir í fréttatilkynningu.