Björgunarsveitarmenn selja Neyðarkallinn um allt land

Í dag hófst hin árlega sala á Neyðarkalli björgunarsveitanna um allt land.  Félagar í Súlum, björgunarsveitinni á Akureyri, láta ekki sitt eftir liggja og selja Neyðarkallinn á fimm stöðum í bænum, á Glerártorgi, við Bónus, Hagkaup, Vínbúðina og við Hrísalund.   

Salan fer einnig fram á morgun, laugardag en hér um að ræða fjáröflum skiptir miklu máli fyrir rekstur björgunarsveitanna í landinu. Það var forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, sem hóf formlega sölu Neyðarkalls frá björgunarsveitunum í Smáralind í dag. Gekk salan vel og fjöldi fólks, ungir sem gamlir, keypti Neyðarkall af forsetanum. Félagar í Súlum fengu einnig góðar móttökur á Akureyri, þar sem salan gekk vel.

Nýjast