Bjartmar og Rannveig sigurvegarar vetarhlaupanna

Það voru þau Bjartmar Örnuson og Rannveig Oddsdóttir sem unnu síðustu vetrarhlaup UFA þennan veturinn. Það fór vel á því að þau skyldu sigra þessi hlaup vegna þess að þau sigruðu bæði samanlagða keppni í hlaupunum sem voru alls sex talsins.

Bjartmar var með 20 stig, jafn mörg og Starri Heiðmarsson, en Bjartmar vann fleiri hlaup og fékk því titilinn. Rannveig var með 25 stig og var heilum 9 stigum á undan Sigríði Einarsdóttur sem varð í öðru sæti með 16 stig.

Alls tóku um 50 manns þátt í hlaupunum þetta árið sem þóttu heppnast afar vel. Ljósgjafinn/Siemens gaf sigurvegurunum veglegar viðurkenningar fyrir árangurinn.

Nýjast