Bjart yfir byggingariðnaði á Húsavík

Fyrsta íbúðin verður afhent 15. október. Mynd/epe
Fyrsta íbúðin verður afhent 15. október. Mynd/epe

Atvinnulífið á Húsavík fékk mikinn skell í sumar þegar tilkynnt var um lokun kísilversins á Bakka og ekki mátti atvinnulífið við því nú þegar hrun blasir við ferðaþjónustunni í vetur. Byggingariðnaðurinn er á sama tíma að blómstra en Vikublaðið ræddi við Ragnar Hermannson verkefnastjóra hjá Trésmiðjunni Rein. Mikil uppgrip hafa verið hjá fyrirtækinu undanfarið í tengslum við byggingu á íbúðablokk fyrir 55 ára og eldri að Útgarði en að sögn Ragnars stendur til að afhenda fyrstu íbúðina 15. október næstkomandi. „Það er samkvæmt plani en það verður samt sem áður eftir frágangur að utan og vinna við klæðningu,“ segir hann. Verkefnið er með því stærsta sem fyrirtækið hefur tekið að sér og skapað fjölda manns atvinnu. „Ég myndi skjóta á að við séum búin að vera með 15-18 kalla við blokkina síðan við byrjuðum í maí á síðasta ári,“ segir Ragnar og bætir við að umsvifin við blokkina minnki eitthvað eftir miðjan október en reiknar með 5-6 manns í vinnu við verkefnið þar til yfir líkur, framundir mars.

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 


Athugasemdir

Nýjast