Bjarki sigraði í stangarstökki á RIG mótinu

Bjarki Gíslason, frjálsíþróttamaður frá UFA, sigraði í stangarstökki í flokki sveina á alþjóðlega íþróttamótinu, Reykjavík International Games, sem haldið var sl. helgi í Laugardagshöllinni. Bjarki stökk 4, 42 m í stangarstökkinu en auk þess hafnaði hann í öðru sæti í grindahlaupi þar sem hann hljóp á tímanum 8, 86 sekúndum.

Árangur íþróttafólks frá Akureyri var almennt góður á leikunum og verður því gerð nánari skil í Vikudegi næstkomandi fimmtudag.

Nýjast