Bjarki Íslandsmeistari í sjöþraut

UFA keppendur gerðu góða hluti á Meistaramóti Íslands í fjölþraut sem haldið var í Laugardagshöllinni um liðna helgi. Bjarki Gíslason sigraði í sjöþraut karla en Bjarki hlaut alls 4882 stig í efsta sætinu. UFA átti einnig keppandann í öðru sætinu en það var Elvar Örn Sigurðsson sem varð annar með 4181 stig.

Í drengjaflokki var Örn Dúi Kristjánsson í öðru sæti með 4117 stig og í kvennaflokki varð Agnes Eva Þórarinsdóttir með 3211 stig. Hjá UMSE náði Ólöf Rún Júlíusdóttir bestum árangri en hún hafnaði í þriðja sæti í flokki meyja með 2456 stig.

Nýjast