Hulda Þorgilsdóttir frá Svalbarðseyri var um borð á varðskipinu Týr sem sinnti björgunaraðgerðum á flóttamönnum yfir Miðjarðarhafið í byrjun árs og fram á vor. Hún segir lífsreynsluna ómetanlega og að hún hafi aldrei getað ímyndað sér veruleikann hjá fólkinu sem var bjargað.
Vikudagur settist niður með Huldu, sem er nýkominn norður í frí og spjallaði við hana um björgun flóttamannanna, reynsluna sem því fylgdi og hætturnar sem leynast út á hafi. Viðtalið má nálgast í prentútgáfu Vikudags sem kemur út í dag.