Birna Guðrún hlýtur Múrbrjótinn

Birna Guðrún.
Birna Guðrún.

Birna Guðrún Baldursdóttir á Akureyri fær Múrbrjót Landssamtaka Þroskahjálpar árið 2014 fyrir klúbbastarf fyrir ungmenni á einhverfurófi. Hefð fyrir því að Landssamtökin afhendi Múrbrjóta á Alþjóðlegumdegi fatlaða sem var í gær. Viðurkenningin er veitt einstaklingum, stofnunum eða fyrirtækjum sem þykja hafa sýnt frumkvæði og ýtt undir nýsköpun varðandi þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu og þannig sýnt samfélagslega ábyrgð verið veittur múrbrjótur.

Hugmyndin að klúbbnum kviknaði hjá Birnu í starfi hennar sem iðjuþjálfi í Glerárskóla, en þar hún starfar m.a. með einhverfum börnum. Hún var oft í vandræðum með að finna tómstundaúrræði sem vakti áhuga þeirra. Þá kviknaði hugmynd um klúbbastarf þar sem félagsfærniþjálfun væri fléttuð inn í starfið. Klúbburinn hefur verið starfandi frá ársbyrjun 2013 og hefur síðan þá  bæst við klúbbur fyrir fullorðna og einnig eru fleiri sem stýra klúbbunum. Þetta eru virknihópar þar sem  þátttakendur eru hvattir  til sjálfstæðis og þeir fá stuðning við að koma hugmyndum sínum í framkvæmd.  

Aðeins þrisvar hefur múrbrjóturinn ratað hingað norður, árið  2000 fékk Akureyrarbær múrbrjót fyrir samþættingu á þjónustu fatlaðra.  Árið 2005 fékk Akureyrarbær annan múrbrjót fyrir að skapa fötluðu fólki atvinnutækifæri. Aðrir sem    múrbrjót í ár, eru Stígamót í Reykjavík fyrir það frumkvæði að ráða sérfræðing í málefnum fatlaðs fólks til starfa og mklingum, stofnunum eða fyrirtækjum  aðgengi fyrir fatlaða. 

Nýjast