Birkir Blær með tónleika á LYST í kvöld
Það eru alltaf tíðindi þegar Birkir Blær heldur tónleika í heimabænum og það vill svo vel til að í kvöld verður hann á LYST og hefjast tónleikarnir kl 21.00. Vefurinn truflaði Birki við undirbúning fyrir tónleikanna og spurði við hverju væri að búast á LYST í kvöld?
,,Það verður hlýtt og huggulegt á LYST í kvöld. Ég mun taka bæði mín eigin lög og gömul og góð soul lög. Ég verð bara einn á sviðinu en spila bæði á gítar og píanó og verð með allskonar græjur með mér í liði."
Birkir heldur áfram ,,Lyst er alveg einstaklega fallegur og skemmtilegur tónleikastaður og alltaf frábært að koma fram þar, Reynir er búinn að vera mjög öflugur í því að vera með menningarviðburði á þessum fallega stað! Það má svo sannarlega hrósa honum fyrir það."
Tónleikarnir hefjast sem fyrr sagði kl 21.00, enn eru nokkrir miðar eftir og má tryggja sér sæti með þvi að smella á meðfylgjandi slóð
Athugasemdir