Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, sem var í varastjórn KEA og Jón Þorvaldur Heiðarsson lektor og sérfræðingur við RHA, gáfu einnig kost á sér í aðalstjórn en náðu ekki kjöri. Bæði voru þau kosin í varastjórn félagsins, sem og Friðjón G. Jónsson starfsmaður MS á Akureyri.
Hagnaður KEA eftir skatta nam 276 milljónum króna á síðasta ári en árið 2008 varð rúmlega 1,5 milljarða króna tap á rekstri félagsins. Hagnaður fyrir reiknaða skatta í fyrra nam 300 milljónum króna. Heildareignir félagsins nema rúmlega 4,3 milljörðum króna og er félagið nánast skuldlaust. Eigið fé var rúmir 4,1 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall var 96%.