Þrír menn slösuðust þegar bíll þeirra valt í Mývatnssveit nálægt Baldursheimi í gærkvöld og var einn þeirra fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahús Akureyrar til aðhlynningar. Allir reyndust þeir þó vera minna meiddir en óttast var í fyrstu. Talið er hugsanlegt að ökumaður bílsins hafi sofnað undir stýri.
www.visir.is