Bílvelta í Eyjafjarðarsveit

Kona var flutt til aðhlynningar á slysadeild FSA eftir að bíll hennar hafnaði utan vegar og valt, skammt sunnan við syðri afleggjarann að Kristnesi í Eyjafjarðarsveit fyrr í dag. Bíll konunnar fór fram af háum vegkanti og hafnaði á hliðinni, konan sem komst út úr bílnum af sjálfsdáðum, mun hafa sloppið með skrekkinn.  

Bíllinn er mikið skemmdur og þurfti að flytja hann með kranabíl af vettvangi. Mikil hálka er á götum Akureyrar og í næsta nágrenni en lítið hefur verið um umferðaróhöpp af þeim sökum.

Nýjast