07. október, 2009 - 10:00
Fréttir
Bíll valt á Borgarbraut á Akureyri um áttaleytið í morgun en gríðarleg hálka er á götum bæjarins. Ökumaðurinn, sem
var einn í bílnum slapp með skrekkinn. Bílnum var ekið í austurátt en á móts við Norðurslóð, missti ökumaðurinn
stjórn á bíl sínum í hálkunni með fyrrgreindum afleiðingum.
Fleiri minni háttar óhöpp hafa orðið í umferðinni í morgun og síðustu daga en mikil hálka hefur verið á götum
bæjarins. Í nótt og snemma í morgun snjóaði á Akureyri og var mikil hálka undir snjófölinni. Full ástæða er
því til að hvetja vegfarendur að fara gætilega.