Bílstjórinn sem ók á mann á Eyjafjarðarbraut ákærður

Bílstjórinn sem ók á Gísla Ólaf Ólafsson, þar sem hann var að skokka á Eyjafjarðarbraut í janúar, hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi og umferðarlagabrot. Gísli Ólafur var hlaupagarpur og hljóp ævinlega í endurskinsvesti. Hann var réttu megin á akbrautinni en varð engu að síður fyrir bíl.  

Atvikið átti sér stað síðdegis 20. janúar á Eyjafjarðarbraut vestri, rétt hjá Litla Hvammi, skammt suður af Akureyri. Ökumaður bílsins, sem hefur verið ákærður, er fæddur 1986. Í þvagi hans fundust efni sem bentu til kannabisneyslu. Því er hann ekki aðeins ákærður fyrir manndráp með gáleysislegum akstri heldur einnig fyrir umferðarlagabrot með því að aka eftir að hafa neytt vímugjafa. Þetta kemur fram á pressan.is.

Nýjast