Bílar fóru útaf af veginum
Lögreglan á Akureyri og Björgunarsveitin Súlur höfðu í nógu að snúast í gærkvöld og í nótt við að aðstoða ökumenn í vandræðum skammt utan við bæinn vegna slæms veðurs. Tilkynnt var um nokkrar bifreiðar sem höfðu farið út af veginum og var óvissa um aðstæður. Skilja þurfti nokkrar bifreiðar eftir og voru ökumenn og farþegar þeirra fluttir til Akureyrar að sögn lögreglu. Skilja þurfti nokkrar bifreiðar eftir.
Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er gert ráð fyror minnkandi vestlægri átt, stöku él og vægu frosti. Sunnan 8-13 m/s síðdegis með slyddu og síðar rigningu á S- og V-landi og hlýnar, hiti 2 til 6 stig þar í kvöld. Suðvestan 5-13 á morgun og skúrir eða slydduél, en þurrt NA- og A-lands fram eftir degi. Hiti 0 til 4 stig.