Bílahjálp VÍS til bjargar

Viðskiptavinir VÍS með F plús tryggingu fá nú notið Bílahjálpar VÍS vítt og breitt um landið á hagstæðum kjörum. Ef bíllinn bilar, verður bensín- eða rafmagnslaus, dekk springur, rúður brotna eða annað slíkt er hjálpin á næsta leiti í síma 560-5000. Þjónustan er í boði allan sólarhringinn á stofnvegum utan hálendis, tengivegum, héraðsvegum og sveitarfélagsvegum. Ef aðstoð á staðnum dugar ekki til að leysa vandann til dæmis þar sem meira er að ökutækinu en upphaflega var ætlað, er samt sem áður hægt að bjarga málunum. Ef viðskiptavinur óskar eftir, er ökutækið flutt á næsta þjónustuverkstæði. Tryggur bílahjálp sér um þjónustu Bílahjálpar VÍS, segir í fréttatilkynningu.

Nýjast