Alls 1200 nemendur hefja nám við Verkmenntaskólann á Akureyri (VMA) í haust sem er svipað og í fyrra. Nýnemar eru 217, þeir sem koma beint úr 10. bekk, og 201 nemandi er að koma aftur í VMA eða úr öðrum skólum. Á næsta skólaári verður í fyrsta sinn boðið upp á nám til stúdentsprófs á þremur árum í VMA samkvæmt nýrri námsskrá. Töluverð aukning er í fjölda nemenda á náttúrufræðabraut og á íþrótta-og lýðheilsubraut og nær allar verklegar brautir eru fullar að sögn Sigríðar Huldar Jónsdóttur aðstoðarskólameistara.
Biðlisti er í grunndeildir í málm- og véltæknigreinum, í rafiðn- og í byggingagreinum. Líkt og fyrri ár eru flestir nemendur í námi á félagsfræðabraut. Sigríður Huld segir að skólinn hafi þurft að hafna 41 nemanda sem sótti um skólavist og enn er nokkrir nemendur sem bíða þar til í ágúst með að fá svör.
Í Menntaskólanum á Akureyri hefja 210 nýnemar nám, þar af 18 nemendur sem koma inn á hraðlínu beint úr 9. bekk, sem sambærilegt og undanfarin ár.
-þev