Biðlistar í sögulegu hámarki
Biðlistar eftir tíma hjá heimilislækni á Heilsugæslustöðinni á Akureyri eru nú lengri en áður hefur þekkst. Biðtíminn er á bilinu 4-16 virkir dagar en meðalbiðtíminn er 9,5 virkir dagar. Til samanburðar var meðalbiðtími eftir heimilislækni á Akureyri 1,5 dagar árið 2009. Heilsugæslustöðin á Akureyri þjónar um 20.500 íbúum í þéttbýli og dreifbýli.
Jón Torfi Halldórsson, yfirlæknir á HAK, segir verkfall lækna hafa lengt biðlistann töluvert en einnig sé vaxandi skortur á heimilislæknum. Aðeins eru átta fastráðnir heimilislæknar á Akureyri en þyrftu að vera fimmtán.
Þá hefur verkfall lækna haft töluverð áhrif á starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri. Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags sem kom út í gær.
-þev