10. mars, 2010 - 12:54
Fréttir
Líney Helgadóttir verkefnastjóri í sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla á fjölskyldudeild Akureyrar mætti
á fund félagsmálaráðs í vikunni. Fram kom að mikið álag hefur verið á starfsfólki í
sérfræðiþjónustunni og hafa sálfræðingar ekki náð að sinna leik- og grunnskólabörnum sem skyldi. Biðlistar hafa lengst og
er bið eftir sálfræðiþjónustu nú þrír til fjórir mánuðir.
Starfsmenn telja brýna þörf á aukningu á stöðugildum úr tveimur og hálfu stöðugildi í minnst þrjú til þess
að hægt verði að sinna sálfræðiþjónustu skólabarna eins og þörf er á. Félagsmálaráð samþykkti
að óska eftir sameiginlegri geinargerð um ráðgjafaþjónustu við börn og fjölskyldur þeirra frá fjölskyldudeild,
heilsugæslustöð og skóladeild.