Nokkrum dögum eftir fimmtugsafmælið sitt greindist Ágúst Guðmundsson með MND-sjúkdóminn sem er ólæknandi. Vegna veikindanna á Ágúst orðið erfitt með mál sökum lömunar, fínhreyfingar eru á undanhaldi, öndun erfið og gangur farinn að þyngjast. Þrátt fyrir mótlætið neitar Ágúst að leggja árar í bát og berst við veikindin af miklu æðruleysi.
Nokkur hundruð manns ætla að hlaupa í hans nafni í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fer um helgina.
Vikudagur heimsótti Ágúst og spjallaði við hann og eiginkonu hans, Guðrúnu Gísladóttir, um baráttuna við veikindin en viðtalið má nálgast í Vikudegi sem kom út í dag.