Beint flug til Slóveníu
Ferðaskrifstofan Nonni mun bjóða upp ferðir til Ljubljana, höfuðborgar Slóveníu næsta sumar, dagana 18.-26. júní næstkomandi þar sem flogið verður beint frá Akureyri. Nonni hefur undanfarin ár boðið upp á ferðir milli staðanna en Ljubljana hefur nú verið útnefnd á vefsíðunni The European Best Destination sem einn af 20 áhugaverðustu ferðamannastöðum í Evrópu 2015.
Í tilkynningu frá ferðaskrifstofunni Nonna segir að Slóvenar séu glaðvært fólk og afar gestrisið. Ekki spillir einstök náttúrufegurð og veðurfarsleg fjölbreyttni landsins, sem nær frá Miðjarðarhafi upp í Alpafjöll og allt til gresja Ungverjalands, segir ennfremur. Flogið verður með 144 sæta Airbus frá slóvenska flugfélaginu Adria Airways eins og undanfarin ár.