„Beinlínis verið að bola manni í burtu“

Unnið við yfirbyggingu loftblásarana fyrir jól sem var ætlað að dempa hljóðið. Mynd/Ósafl
Unnið við yfirbyggingu loftblásarana fyrir jól sem var ætlað að dempa hljóðið. Mynd/Ósafl

Íbúi í miðbænum á Akureyri íhugar að flytja í annað hverfi vegna óhljóðs sem dynur yfir bæinn og hann telur koma frá Vaðlaheiðargöngum. Eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum hefur torkennilegt lágtíðnihljóð gert mörgum bæjarbúum lífið leitt og valdið andvökum á nóttu til. Spjótin hafa beinst að loftblásara í Vaðlaheiðargöngum.

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands telur sig vera með næg gögn til þess að ætla að hljóðið sé frá loftræstikerfi ganganna. Skömmu fyrir jól var hafist handa við að byggja yfir fremsta hluta loftræsiskerfi ganganna til að dempa hljóðið.

Íbúinn í miðbænum, sem vill ekki koma fram undir nafni, segir það ekki hafa skilað tilætluðum árangri og hljóðið hafi verið óvenju mikið undanfarna sólarhringa. Hann segist vera orðinn langþreyttur og íhugi jafnvel að leita réttar síns í málinu. María Markúsdóttir hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands hefur fylgst grannt með málinu og segir það erfitt viðureignar.

Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags sem kom út í gær

-þev

Nýjast