Becromal vísaði kjaradeilu til sáttasemjara

Becromal hefur vísað kjaradeilu við Einingu-Iðju vegna starfsmanna fyrirtækisins til sáttasemjara. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, segir að eftir að félagsmenn felldu nýjan kjarasamning í atkvæðagreiðslu hafi félagið fyrir þeirra hönd send inn nýja hugmynd að samningi en svar Becromal var að vísa deilunni til sáttasemjara. "Nú er framhald viðræðna í hans höndum," sagði Björn. Þetta kemur fram á vef Einingar-iðju.

Nýjast