BBC í Grímsey

Tökulið BBC vakti mikla lukku meðal Grímseyinga. Mynd/Anna María Sigvaldadóttir
Tökulið BBC vakti mikla lukku meðal Grímseyinga. Mynd/Anna María Sigvaldadóttir

Tökulið á vegum BBC var í Grímsey í hálfan mánuð í júlí síðastliðinn við tökur á sjónvarpsefni um lífríki eyjarinnar. Sami hópur kom einnig í vor og tók myndir þegar eggjatínsla stóð sem hæst. Upptökurnar í Grímsey verða hluti af kvikmyndinni „Fótspor risanna“ sem fjallar um mannlíf og náttúru Íslands og er tekin upp á einu ári. Myndin verður sýnd í Bretlandi á næsta ári.

Nýjast