Hæstiréttur hefur staðfest tíu ára fangelsisdóm Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir rúmlega þrítugum karlmanni fyrir kynferðisbrot gegn tveimur átta ára drengjum og þroskahamlaðri stúlku auk frelsissviptingar. Bæði brotin áttu sér stað á Akureyri í fyrra. Í gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdóms gagnvart brotunum gegn drengjunum tveimur kom fram að sterkur grunur sé uppi um að maðurinn hafi með hótun fengið drengina inn í íbúð sína þar sem hann hafi haft þá á sínu valdi um stund um miðjan ágúst. Þá var maðurinn ákærður fyrir að lokka þroskahamlaða stúlku í íbúð sína og brjóta gróflega gegn henni.