Baráttan um Evrópusætið í dag- Hirðir Rakel gullskóinn?

Það skýrist í dag hvaða lið fylgir Val í Evrópukeppnina þegar síðustu leikir lokaumferðar í Pepsi- deild kvenna í knattspyrnu fara fram. Þór/KA, Stjarnan og Breiðablik berjast um annað sætið deildarinnar en liðin þrjú eru öll jöfn að stigum fyrir leikina í dag með 36 stig hvert.

 Fyrirfram er talið að Þór/KA eigi erfiðasta leikinn fyrir höndum af liðunum þremur en norðanstúlkur mæta KR á útivelli. Breiðablik á heimaleik gegn GRV og Stjarnan sækir botnlið Keflavíkur heim. Leikirnir hefjast allir kl. 14:00 í dag.

Þá skýrist það einnig í dag hvort Rakel Hönnudóttir verði ein markadrottning Pepsi- deildarinnar eða hvort hún deilir þeim titli með Kristínu Ýr Bjarnadóttir. Báðar hafa þær skoraði 23 mörk í deildinni í sumar en Kristínu mistókst að skora í gær þegar Valur lagði Aftureldingu/Fjölni að velli, 3-0, í lokaleik sínum í gær. Rakel dugir því eitt mark gegn KR til verða ein markadrottning deildarinnar.

Nýjast