Bambahús og gróðurkassar við Reykjahlíðarskóla

Hér má sjá eitt þessa svo kölluðu Bambahúsa.
Hér má sjá eitt þessa svo kölluðu Bambahúsa.

Komið hefur verið fyrir Bambahúsi við Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit þar sem starfsfólk og nemendur koma til með að rækta og hlúa að hinum ýmsu matjurtum.

Bambahúsið inniheldur 1000 lítra IBC tank sem kallast bambar. Notkun gróðurhússins stuðlar að eflingu hringrásarhagkerfisins þar sem endurnýttar eru vökvaumbúðir sem annars væru fluttar úr landi og urðaðar.

Tilgangur hússins er að kenna nemendum sjálfbærni og ræktum og hvernig er hægt að minnka kolefnisspor.

Einnig hefur gróðurkössum verið komið fyrir á skólalóðinni en nemendur smíðuðu og skreyttu þá sjálfir í vetur. Þar mun fara fram moltugerð þar sem afgangs grænmeti og ávextir eru nýttir í moltuna og stendur svo til að rækta gulrætur, grasker og ávextir í sumar svo eitthvað sé nefnt.

Íslenska gámafélagið stendur fyrir verkefninu Bambahús sem byggir á þeirri hugmyndafræði að virðisauka þau verðmæti sem finna má í einnota umbúðum með megináherslu á svokallaða bamba. Bambar eru 1000 lítra plasttankar gerðir úr plasti og galvaníseruðu járni. Í þeim eru fluttir inn alls kyns vökvar, meðal annars til matvælaframleiðslu.

Bambahús


Athugasemdir

Nýjast