Baldvin Z með mörg járn í eldinum

Baldvin í leikstjórastólnum við tökur á Vonarstræti.
Baldvin í leikstjórastólnum við tökur á Vonarstræti.

Leikstjórinn Baldvin Z hélt forsýningu í Borgarbíó á Akureyri í gær þar sem hann sýndi nýjustu mynd sína, Vonarstræti, sem fer í almennar sýningar í kvöld. Myndin hefur fengið lofsamlega dóma gagnrýnenda sem og áhorfenda og var Baldvini ákaft fagnað eftir sýninguna í gær. Baldvin er þegar farinn að huga að næstu verkefnum og vinnir að nýrri heimildarmynd um Reyni sterka sem hann stefnir á að frumsýna á næsta ári. Einnig er hann með sjónvarpsseríu í bígerð og er farinn að huga að næstu kvikmynd.

„Ég og Birgir Örn sem skrifaði með mér Vonarstræti erum farnir að leggja drög að nýrri mynd og vonumst til að tökur geti hafist árið 2016. Þannig að það er ýmislegt á döfinni, sem er nauðsynlegt í þessum bransa,“ segir Baldvin í spjallið við Vikudag.

throstur@vikudagur.is

Ítarlegt viðtal er við Baldvin Z í prentútgáfu Vikudags. Þar ræðir Baldvin m.a. um leikstjóraferilinn, æskuárin á Akureyri og móðurmissinn.

Nýjast