Baldvin vill stofna til ríkjabandalags með Noregi

"Ég legg til, að ef ekki á illa að fara að sækjumst eftir því núna strax að komast í ríkjabandalag með Noregi.  Ég er einn af þeim sem ekki hugnast að ganga til liðs við Evrópusambandið en held að hag okkar verði vel borgið ef við gætum stofnað til ríkjabandalags með frændþjóð okkar, Norðmönnum," segir Baldvin Sigurðsson bæjarfulltrúi Vinstri grænna í bæjarstjórn Akureyrar.  

Hann segir að síðar væri hægt að bjóða Grænlendingum og Færeyingum aðild að slíku ríkjabandalagi. Með þessu fyrirkomulagi losnuðu Íslendingar undan því að reka fokdýr sendiráð um allan heim, "eitt skrifborð í sendiráðum Noregs myndi duga."  Þá gætu ríkin tvö komið sér saman um verkaskiptingu, Íslendingar gætu séð um þau málefni sem þeir þekktu best, hafrannsóknir, gæslu í hafinu, fiskveiðistjórnunarmál og orkumál svo eitthvað sé nefnt.  Stefna ríkjanna í ýmsum stórum málum, mennta- og heilbrigðismálum sem og landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum yrði sú sama, en landið yrði áfram sjálfstætt ríki.  Þá yrði verðgildi íslensku krónunnar hið sama og hinnar norsku.

Nýjast