Baldvin NC lengdur um 14 metra

Baldvin NC við bryggju á Akureyri/mynd karl eskil
Baldvin NC við bryggju á Akureyri/mynd karl eskil

Togarinn Baldvin NC 100, sem er í eigur dótturfélags Samherja, Deutsche Fischfang Union, var lengdur í Póllandi um 14 metra og verður breytingum á skipinu lokið í Slippnum á Akureyri, meðal annars verður komið fyrir ýmsum vinnslubúnaði. Hluti búnaðarins er íslenskur. Baldvin NC 100 hét áður Baldvin Þorsteinsson EA og var þá gerður út af Samherja. Meðfylgjandi mynd var tekin af Baldvin við bryggju á Akureyri.

Íslenskir iðnaðarmenn unnu að breytingunum í Póllandi, meðal annars iðnaðarmenn frá Akureyri.

karleskil@vikudagur.is

Nýjast