Baldvin ætlar ekki að taka 3. sætið hjá VG á Akureyri

Baldvin H. Sigurðsson, bæjarfulltrúi Vinstri grænna á Akureyri, ætlar ekki að taka þriðja sætið á lista flokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Baldvin bauð sig fram í fyrsta sæti listans í forvali VG en lenti í þriðja sæti.  Andrea Hjálmsdóttir hafði betur í baráttunni um oddvitasæti listans  og í öðru sæti varð Edward Huijbens.  

Baldvin sagði í samtali við RÚV að hann teldi sig ekki eiga samleið með því ágæta fólki sem yrði í efstu sætum framboðslista Vinstri grænna á Akureyri í vor, það hefði önnur viðmið í lífinu en hann. Þess vegna hefði hann ákveðið að taka ekki sæti á listanum.  Þar með væri þó ekki sagt að hann hefði yfirgefið flokkinn. Framboðslisti Vinstri grænna á Akureyri verður lagður fyrir félagsfund í kvöld.

Nýjast