Í rauninni er engin aðstaða fyrir hjólafólk í bænum. Göturnar eru fyrir bílana og gangstéttirnar fyrir gangandi vegfarendur. Það er engin sérstök hjólreiðaaðstaða, segir Pétur Halldórsson íbúi á Akureyri. Pétur er í ítarlegu viðtali í Vikudegi en hann fer flestra sinna leiðar innanbæjar á hjóli. Hann segir bæjaryfirvöld á Akureyri þurfa að gera mun betur fyrir hjólandi fólk. Menn benda á að verið sé að gera hjólreiðarstíga hér og þar en í rauninni eru þetta göngustígar. Hjólreiðafólk má vissulega hjóla á þessum stígum en gangandi fólk hefur forgang og því eru engir staðir sem eru beinlínis ætlaðir fyrir hjólreiðafólk."
throstur@vikudagur.is
Lesa má ítarlegt viðtal við Pétur Halldórsson í prentútgáfu Vikudags