Bærinn ósáttur við afstöðu Kristjáns Þórs

Heilsugæslustöðin á Akureyri.
Heilsugæslustöðin á Akureyri.

„Við erum mjög ósátt við að það skuli ekki vera sest niður með okkur og rætt hvort og hvernig við getum haldið heilsugæslunni innan sveitarfélagsins,“ segir Logi Már Einarsson bæjarfulltrúi á Akureyri. Velferðarráðuneytið, fyrir hönd Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra, hefur sent Akureyrarbæ bréf þar sem líst er yfir vilja til þess að ríkið taki yfir rekstur heilsugæslunar í bænum.

Akureyrarbær hefur undanfarin ár verið tilraunasveitarfélag um að reka heilsugæsluna innan sveitarfélagsins. Um 60-90 milljónir vantar hins vegar inn í samninginn til þess að reka heilsugæsluna og hefur hún verið rekin með viðbótarframlagi bæjarins undanfarin ár. Þá hafa biðlistar eftir heimilislæknum ekki verið lengri á Akureyri í áraraðir.

throstur@vikudagur.is.

Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags

Nýjast