Bærinn íhugar gjaldtöku á bílastæðum í miðbænum

Klukkukerfið hefur verið við lýði í bílastæðamálum í miðbæ Akureyrar undanfarin ár en breyting gæti …
Klukkukerfið hefur verið við lýði í bílastæðamálum í miðbæ Akureyrar undanfarin ár en breyting gæti orðið á því.

Bæjaryfirvöld skoða nú þann möguleika að breyta bílastæðamálum í miðbæ Akureyrar og að taka upp gjaldskyldu í stað klukkustæðis. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin í málinu. Pétur Ingi Haraldsson, sviðsstjóri skipulagssviðs Akureyrarbæjar, segir að verið sé að meta kosti og galla gjaldskyldu.

„Þetta hefur verið í skoðun frá því í haust og hvernig gjaldskyldu er háttað í Reykjavík og á öðrum stöðum,“ segir Pétur.

Spurður um ástæður þess að bærinn íhugi að breyta úr klukkustæðum yfir í gjaldskyldu segir Pétur að nokkrar ástæður liggja að baki. 

„Erlendir ferðamenn koma t.d. meira til bæjarins nú en áður og við höfum heyrt að þeir skilji misjafnlega vel þetta klukkukerfi sem við höfum. Einnig hefur markmiðið með að dreifa bílastæðunum ekki tekist þar sem menn fara bara út og breyta klukkunni. Fleiri ástæður koma til og núna er í rauninni verið að endurskoða þá ákvörðun sem tekin var á sínum tíma að hafa klukkukerfi en ekki gjalskyldu. En það liggur engin ákvörðun fyrir ennþá,“ segir Pétur Ingi.  

 

 


Athugasemdir

Nýjast