Bæjarstjórn mótmælir niðurskurði á starfsemi RÚV á Akureyri

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær bókun, þar sem mótmælt er harðlega þeim mikla niðurskurði á starfsemi Ríkisútvarpsins á Akureyri sem nýlega var tilkynntur. Svæðisbundin starfsemi útvarpsins skipti miklu máli fyrir byggðina utan höfuðborgarsvæðisins og tryggi eðlilegt jafnvægi í fréttaflutningi af landinu öllu.  

Ennfremur segir í bókun bæjarstjórnar, að svæðisstöðvarnar gegni jafnframt mikilvægu hlutverki í að bæta upplýsingagjöf og efla samkennd íbúa á þeim svæðum sem þær þjóni. Bæjarstjórn skorar þess vegna á stjórn Ríkisútvarpisins að endurskoða ákvörðun sína og þá forgangsröðun sem hún byggir á.

Nýjast