Eins og fram hefur komið var félagið Norðurskel ehf. í Hrísey úrskurðað gjaldþrota í síðasta mánuði. Félagið hafði verið í greiðslustöðvun frá lokum nóvember, þar sem reynt var að endurskipulegga fjármál félagsins og fá nýja fjárfesta að rekstrinum. Norðurskel ehf. var stofnað árið 2000 og var leiðandi aðili í þróun kræklingaræktar á Íslandi. Alls störfuðu fimm manns hjá félaginu.