29. apríl, 2010 - 13:19
Fréttir
Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum í morgun að leggja til fjármagn, samtals allt að 8,3 milljónir króna, til reksturs
göngudeildar SÁÁ, í ár og næsta ár. Þetta er gert í ljósi aðstæðna en bæjarráð lítur svo
á að rekstur SÁÁ eigi skilyrðislaust að vera fjármagnaður af fjárlögum.
Bæjarráð samþykkti að greiða allt að 3,3 milljónir króna til reksturs göngudeildarinnar í ár og 5 milljónir króna
á árinu 2011 að því tilskyldu að rekstri göngudeildarinnar verði haldið áfram með sambærilegum hætti og verið hefur.
Bæjarstjóra var falið að ganga frá samningi um málið.