Að mati bæjarráðs er brýn þörf á því að afmarka fé til reksturs bifreiðastæða og bifreiðastæðageymslna á Akureyri, enda er þar ekki innheimt gjald fyrir bifreiðastæði (klukkustæði). Þar að auki vantar rökstuðning til hvaða aðila gjaldið á að renna og hvað felst í umferðaröryggismálum. Óeðlilegt er að sektir sem sveitarfélagið leggur á og annast innheimtu á geti runnið til óskylds aðila, ríkissjóðs. Þá er bent á að í 1. mgr. e. liðar 114. gr. sbr. 3. mgr. umferðarlaga er Umferðarstofu markaður sérstakur tekjustofn til að annast umferðaröryggismál.