Bæjarráð gerir athugasemdir við frumvarp til umferðarlaga

Á fundi bæjarráðs Akureyrar í morgun voru lagðar fram athugasemdir við frumvarp til umferðarlaga. Bæjarráð telur að ekki komi til greina  að horfið verði frá gildandi rétti, sbr. 3. mgr. 108. gr. umferðarlaga, að stöðubrotagjald sem sveitarfélög innheimta renni til reksturs bifreiðastæða og bifreiðageymslna til almenningsnota.  

Að mati bæjarráðs er brýn þörf  á því að afmarka fé til reksturs bifreiðastæða og bifreiðastæðageymslna á Akureyri, enda er þar ekki innheimt gjald fyrir bifreiðastæði (klukkustæði). Þar að auki  vantar rökstuðning til hvaða aðila gjaldið á að renna og hvað felst í umferðaröryggismálum. Óeðlilegt er að sektir sem sveitarfélagið leggur á og annast innheimtu á geti runnið til óskylds aðila, ríkissjóðs. Þá er bent á að í 1. mgr. e. liðar 114. gr. sbr. 3. mgr. umferðarlaga er Umferðarstofu markaður sérstakur tekjustofn til að annast umferðaröryggismál.

Nýjast