Bæjarnefnd með varnaðarorð vegna bæjarhátíða
Ýmsar bæjarhátíðir eru nú framundan og eru Bíladagar sennilega fyrsta hátíðin þetta sumarið. Þessar
hátíðir eru margar hverjar haldnar að undirlagi bæjarins eða í þökk yfirvalda.
Í samfélags- og mannréttindaráði urðu í vikunni umræður um ábyrgð foreldra á ólögráða ungmennum í
tengslum við bæjarhátíðir og sumarskemmtanir. Þessi bæjarnefnd bókað varnaðarorð við bæjarhátíðum hvers konar og
er bókunin svona: "Samfélags- og mannréttindaráð hvetur foreldra til að axla ábyrgð á uppeldishlutverki sínu og gefa ekki
ólögráða ungmennum leyfi til að sækja skemmtanir og viðburði, jafnvel í önnur sveitarfélög, án þess að
ráðstafanir hafi verið gerðar til að tryggja öryggi þeirra."