Þau vissu fyrirfram ekki hvert hráefnið yrði í keppninni en það var saltfiskur frá Ektafiski ásamt ýmsu öðru norðlensku hráefni. Fjöldi fólks fylgdist grannt með eldamennskunni og niðurstaða fjögurra manna dómnefndar var að Sigrún bar sigur úr býtum. Sýningin verður opin til kl. 17 í dag. Aðgangur er ókeypis. Meðal dagskrárliða er fiskisúpukeppni, úrbeiningarsýning, keppni um besta norðlenska borgarann. Og síðast en ekki síst eru fjölmargir sýningar- og sölubásar þar sem bæði er gott að smakka og hagstætt að kaupa.