Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi á Akureyri, hefur áhyggjur af forgangsröðun í snjómokstri í bænum. Gunnar segist hafa tekið eftir því í gær að ekki hafa verið búið að hreinsa gangstéttir og göngustíga í kringum marga skóla. Börnin fara því út á götu sem skapar slysahættu. Gunnar segir í samtali við Vikudag að hann hyggist taka málið upp á fundi bæjarráðs.
„Þetta er mál sem brýnt er að skoða og ég tel ljóst að endurskoða þurfi verklagið svo ekki fari illa,“ segir Gunnar.
Ítarlegri frétt um þetta mál verður í prentútgáfu Vikudags á fimmtudaginn kemur.