31. maí, 2010 - 18:36
Fréttir
Samhliða bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri kusu Grímseyingar, sem nú tilheyra Akureyri, um það hvort leyfa ætti hunda- og kattahald í
eynni. Ekki var áhugi fyrir því á meðal eyjaskeggja að leyfa slíkt en þó var heldur meiri áhugi fyrir því að leyfa hunda
en ketti.
Aðeins þrír voru fylgjandi kattahaldi í Grímsey en 47 voru því andvígir. Þá voru 20 kjósendur fylgjandi hundahaldi en 33
á móti.