B. Hreiðarsson bauð lægst í vinnu í heimavistarhúsi Hrafnagilsskóla

Fyrirtækið  B. Hreiðarsson ehf. átti lægsta tilboð í vinnu við breytingar og innréttingar á 2. hæð heimavistarhúss Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit en tilboðin voru opnuð í morgun. Fyrirtækið bauð tæpar 15 milljónir króna í verkið, sem er 69,9% af kostnaðaráætlun en hún hljóðaði upp á rúmar 21,3 milljónir króna. Alls bárust fimm tilboð í verkið og voru þau öll undir kostnaðaráætlun.  

Trésmiðjan Ösp átti næst lægsta tilboð, rúmar 15,1 milljón króna, eða 71% af kostnaðaráætlun, Spor 33 ehf. bauð um 16 milljónir, eða 75% af kostnaðaráætlun, ÁK smíði ehf. bauð rúmar 17,1 milljón, eða um 80% af kostnaðaráætlun og Arnarholt ehf. bauð rúmar 18,5 milljónir króna eða 86,8% af kostnaðaráætlun. Verktíminn er frá mars til 20. júní en skrifstofa Eyjafjarðarsveitar verður flutt í heimavistarhús Hrafnagilsskóla síðar á þessu ári.

Nýjast