Austurlensk fiskisúpa
1 lítri fiskisoð
2 tsk tom yum kryddmauk
2 tsk tikka masala kryddmauk
4 dósir kókósmjólk
1 tsk grænmetiskraftur
½ búnt ferskt coriander
3 msk sæt chilisósa
Salt og pipar
200 g rauðsprettuflök
200 g silungur
200 g rækjur
½ búnt vorlaukur
Hitið fiskisoðið, bætið tom yum, tikka masala, grænmetiskrafti, kókósmjólk og sætri chilisósu út í. Saxið kóriander og bætið í en skiljið eftir um 1 msk. Skerið vorlaukinn, á ská, í sneiðar og leggið til hliðar þar til síðar. Hreinsið fiskinn og skerið hann í bita. Sjóðið soðið í um 1 klst, smakkið og kryddið með salti og pipar eftir smekk. Setjið fiskinn og vorlaukinn í súpuna rétt áður en hún er borin fram. Stráið kóriander yfir til skrauts
Lúxus franksbrauð, gott með súpunni
1 kg hveiti
50 g smjör
50 g ger
2 tsk salt
2 tsk sykur
6 dl mjólk
Hnoðið deigið og látið lyfta sér í 1 klst. Mótið úr deiginu smábrauð og raðið á ofnplötu. Látið hefast á ný í ½ til 1 klst. Bakið neðst í ofni við 220°C í u.þ.b. 15 mín.
Kjúklingabaunasalat,
uppáhald konu minnar. Stendur vel eitt og sér og líka gott með einföldum kjöt- eða fiskréttum.
1 dós (400g) kjúklingabaunir
8 stk þurrkaðar apríkósur
1-2 stk rauð chilialdin
1 stk rauðlaukur
100 g fetaostur í teningum
½ búnt kóríander
10 stk mintulauf
½ stk sítróna
4 msk ólífuolía
1 msk kúmenfræ
Sjávarsalt og nýmalaður pipar
Skerið apríkósurnar í smáa bita. Fínsaxið rauðlauk og kóríander og kreistið safann úr sítrónunni. Skerið chili aldinin í tvennt, fræhreinsið og saxið smátt. Ristið kúmenfræin á heitri pönnu og kælið. Blandið þessu öllur saman.
Ekki er síðra að nota þurrkaðar baunir en þá þarf að setja þær í bleyti kvöldið fyrir eldamennsku og skipta síðan um vatn á þeim áður en þær eru soðnar í u.þ.b. 1 klst. Þá má einnig nota þurrkað koríander og myntu, það er ekkert síðra.
Gunnar skorar á kollega sinn Þorleif Stefánsson sjúkraþjálfara að legga til uppskriftir í matarkrók í næstu viku.