Aukaúthlutun úr Sóknaráætlun Norðurlands eystra

Miðbærinn - hjarta Akureyrar, fær styrk til að vekja athygli á fjölbreyttri þjónustu í miðbæ Akureyr…
Miðbærinn - hjarta Akureyrar, fær styrk til að vekja athygli á fjölbreyttri þjónustu í miðbæ Akureyrar. Ljósmynd: Þórhallur Jónsson/Pedromyndir.

Þann 20. apríl sl. auglýsti SSNE eftir hugmyndum að áhersluverkefnum fyrir árið 2020. Um var að ræða viðbótarfjármagn af hálfu ríkisins sem veitt var í sóknaráætlanir landshluta, sem og aukið fjármagn samtakanna, vegna áhrifa Covid-19 á samfélagið. Heildarfjárhæð til úthlutunar var 42,1 m.kr. Óskað var eftir hugmyndum um atvinnuskapandi verkefni á sviði nýsköpunar-, atvinnuþróunar-, menningar- eða umhverfusmála, sem gætu hafist sem allra fyrst. Alls bárust 109 umsóknir og var samtals sótt um rúmar 370 m.kr. Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs lagði til að 37 verkefni hlytu styrk vegna aukaúthlutunarinnar og var tillagan samþykkt af stjórn SSNE.

Eftirfarandi verkefni hljóta styrk:

1. Endurskipulag ferðaþjónustu í Grímsey vegna Covid. Meginmarkmið er að vera í stakk búin til þess að taka á móti ferðamönnum í Grímsey árið 2021 sem og í framtíðinni. Upphæð 1.200.000 kr.

2. Niðursuðuverksmiðja. Meginmarkmið er að hefja framleiðslu á niðursoðnum vörum. Upphæð 1.500.000 kr.

3. Stórþari. Meginmarkmið er að ljúka við rannsóknir á dreifingu og magni stórþara við Norðurland, fá útgefið leyfi til rannsókna og nýtingar á stórþara við Norðurland, safna og þurrka sýnishorn af stórþara til gæðaprófana, klára prófanir á þaraskurðvél til notkunar á sjó og klára prófanir á þurrk- og framleiðsluferlum í landi. Þannig má skapa öryggi um aðgengi að stórþara til lengri tíma nýtingar. Upphæð 4.000.000 kr.

4. Rófurækt á Presthólum. Meginmarkmið er að uppskera 49 tonn af rófum á árinu 2020 og 65 tonn á árinu 2021. Upphæð 2.000.000 kr.

5. Stofnun þróunarvettvangs í matvælavinnslu á Akureyri. Meginmarkmið er að stofna þróunarvettvang á Akureyri í samstarfi fyrirtækja í matvælaframleiðslu, þróun tæknilausna, rannsókna, háskóla og annarra hagsmunaaðila. Upphæð 1.000.000 kr.

6. Tónleikaröð í sumar á Akureyri Backpackers með áherslu á ungt tónlistarfólk. Meginmarkmið er að styðja við og efla ungt tónlistarfólk í því að koma fram ásamt því að glæða miðbæinn lífi. Upphæð 300.000 kr.

7. Ræktun á heitsjávarrækju með jarðvarma á Hjalteyri við Eyjafjörð. Meginmarkmið er ræktun á verðmætri afurð, heitsjávarrækju. Samstarf verður haft við landeigendur og aðgangur að jarðvarma og hreinum sjó. Upphæð 1.000.000 kr.

8. Hátæknigróðurhús á Norðurlandi - Áfangi 1: viðskiptaáætlun. Meginmarkmið er að undirbúa farveginn fyrir mögulega uppbyggingu hátæknigróðurhúss á Eyjafjarðarsvæðinu með því að skoða fýsileika þess að undirbúa viðskipta- og fjárfestingaáætlun þess efnis. Upphæð 1.000.000 kr.

9. Hvíta perlan heilsulind - frá haga til heilsu. Meginmarkmið er að þróa, með Pharmatica á Grenivík, húð- og baðvörur sem nýttar verða í heilsulindinni. Upphæð 1.000.000 kr.

10. Upptökur á sinfónískri tónlist fyrir alþjóðlegan afþreyingariðnað. Meginmarkmið er upptökur á sinfónískri tónlist fyrir alþjóðlegan sjónvarps-, tölvuleikja- og kvikmyndaiðnað í Menningarhúsinu Hofi. Upphæð 2.000.000 kr.

11. Menningar- og hrútadagar á Raufarhöfn. Meginmarkmið er að halda vettvang fyrir íbúa á Raufarhöfn og sauðfjárbændur á svæðinu frá Jökulsá til Bakkafjarðar og koma saman og styrkja tengsl. Upphæð 300.000 kr.

12. Fundi og ráðstefnur heim. Meginmarkmið er að markaðssetja Akureyri sem funda-, hvata- og ráðstefnubæ. Upphæð 3.000.000 kr.

13. Skólatónleikar, Stúlkan í turninum. Meginmarkmið er að bjóða börnum í 4.-6. bekk úr 19 skólum á Norðurlandi að sjá og heyra tónlistarsöguna um Stúlkuna í turninum á skólatíma í Menningarhúsinu Hofi og gefa þeim tækifæri á að kynnast hljóðheimi sinfónískrar tónlistar. Upphæð 1.000.000 kr.

14. Aukið verðmæti sjávarfangs - Markaðssókn Primex I. Meginmarkmið er að vinna að þróun og markaðssetningu verðmætari neytendavara sem innihalda lífvirka efnið kítósan og skapa tvö sumarstörf 2020. Upphæð 1.500.000 kr.

15. Stafrænt ferðalag um Norðurland/Ísland. Meginmarkmið er að auka sýnileika Norðurlands og annarra landshluta í kynningu til erlendra og innlendra ferðamanna auk þess að auðvelda ferðamönnum að skipuleggja ferðir sínar vítt og breytt um svæðið og deila efni bæði fyrir ferð og meðan á henni stendur. Upphæð 3.000.000 kr.

16. Norðlenskur iðnviður fyrir PCC á bakka. Meginmarkmið er að kanna fýsileika skógræktar í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum til framleiðslu viðarkurls fyrir kísilverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík. Upphæð 1.000.000 kr.

17. Í myrkri eru allir kettir gráir. Meginmarkmið er að setja upp tvo einleiki á Akureyri haustið 2020. Upphæð 500.000 kr.

18. Aðstöðusköpun tilraunaræktunar ostru á landi. Meginmarkmið er að koma upp aðstöðu til tilraunaræktunar á ostru á landi með það að markmiði að fá niðurstöður sem nýta megi sem forsendur í uppskölun að slíkri ræktun í markaðsstærð. Upphæð 3.000.000 kr.

19. Miðbærinn - hjarta Akureyrar, næsta skref - ferðumst innanbæjar. Meginmarkmið er að vekja athygli á fjölbreyttri þjónustu í miðbæ Akureyrar og færa styrkari stoðir undir verslun, veitingahús og aðra starfsemi í hjarta bæjarins. Upphæð 1.000.000 kr.

20. Menningarviðburðir í Hlöðunni. Meginmarkmið er að halda röð menningarviðburða fyrir ungt og upprennandi norðlenskt listafólk í Hlöðunni, Litla-Garði. Upphæð 500.000 kr.

21. Jólasaga. Meginmarkmið er að skrifa barnaleikrit sem sýnt yrði á aðventunni 2020. Í verkinu verður fjallað um einmanaleika og þolinmæði með þeirri hlýju og gleði sem oft einkennir jólaverk. Upphæð 1.000.000 kr.

22. Eyja. Meginmarkmið er að vinna að sviðslistaverki í samstarfi við íbúa Hríseyjar. Verkinu er ætlað að ávarpa spurningar sem lúta að lífsháttum og lífsgildum og vekja íbúa og gesti til vitundar um sjálfbærni í víðum skilningi. Upphæð 700.000 kr.

23. Gestagata á Melrakkasléttu. Meginmarkmið er að útbúa gestagötu eða gestaveg sem leiðir ferðamenn á milli áningastaða á Melrakkasléttu og fræðir þá um náttúru og viskerfi svæðisins. Upphæð 700.000 kr.

24. Risakusa og dýrin í Eyjafjarðarsveit. Meginmarkmið er að efla vitund hins almenna Íslendings og ferðamanna á Norðurlandi á ferðaþjónustu í Eyjafjarðarsveit sem og á íslenskri matvælaframleiðslu í Eyjafirði með því að hanna og smíða risaútilistaverk sem trekkir að fólk í fjörðinn. Upphæð 1.000.000 kr.

25. Markaðssetning fyrir Melar gistiheimili og Bakkaböðin. Meginmarkmið er að markaðssetja Melar gistiheimili og Bakkaböðin á Kópaskeri. Upphæð 500.000 kr.

26. Lilja. Meginmarkmið er að skapa einlæga stuttmynd sem gerist á Akureyri sem sýnir karlmenn í öðru ljósi en oft í kvikmyndum. Einnig er markmiðið að skapa störf fyrir listamenn á svæðinu í sumar og taka inn í verkefnið ungt listafólk sem hefur sýnt hæfileika á sínu sviði. Upphæð 800.000 kr.

27. Leiðarvísir um fjallaskíði á Norðurlandi - Útgáfa upplýsinga fyrir fjallaskíðamennsku á Norðurlandi í formi bókar, vefsíðu og kynningarefnis. Meginmarkmið er að skrifa og gefa út leiðarvísi fyrir Íslendinga og erlenda ferðamenn um utanbrauta- og fjallaskíðaleiðir. Upphæð 700.000 kr.

28. Störf og afþreying á íþróttasvæði UMF Einingarinnar. Meginmarkmið er að skapa vinnu fyrir námsfólk í Bárðardal og byggja upp innviði ferðaþjónustu sem er einnig samfélaginu til góðs. Upphæð 1.000.000 kr.

29. Matarstígur Helga magra. Meginmarkmið er að búa til framúrskarandi mataráfangastað, varðveita og kynna matvælaframleiðslu og matarmenningu á svæðinu, auka þekkingu á staðbundinni matvælaframleiðslu og matarmenningu, skapa tækifæri fyrir bændur til að fullvinna afurðir sínar í auknum mæli, auka tekjur og hagsæld bænda og ferðaþjónustuaðila á svæðinu, stuðla að nýsköpun í matvælaframleiðslu, vinna að sjálfbærni samfélagsins í Eyjafjarðarsveit, draga úr matarsóun og auka umhverfisvitund og skapa tengsl við önnur viðlíka verkefni úti í heimi. Upphæð 1.000.000 kr.

30. Efling sagnamiðlunar. Meginmarkmið er að efla miðlun á þeirri sögu sem grunnur og markmið Iðnaðarsafnsins byggist á. Upphæð 300.000 kr.

31. Nútímafærsla Skjálftasetursins á Kópaskeri. Meginmarkmið er að uppfæra og endurnýja sýningu Skjálftasetursins á Kópaskeri og stuðla þannig að jákvæðri upplifun gesta og sterkara aðdráttarafli fyrir svæðið austan Jökulsár á Fjöllum. Upphæð 500.000 kr.

32. Live Entertainment and Local Culture at Langanes. Meginmarkmið er að standa fyrir viðburðum á Bárunni, svo sem lifandi tónlist, gamanleik o.fl. Upphæð 300.000 kr.

33. Fullorðið fólk. Meginmarkmið er að semja og flytja sýninguna Fullorðið fólk haustið 2020. Upphæð 1.000.000 kr.

34. Starfsemi Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði árið 2020 og sumartónleikar í Þjóðlagasetrinu. Meginmarkmið er að styrkja Þjóðlagasetrið á Siglufirði sem helsta vígi íslenska þjóðlagsins á Íslandi, treysta stöðu Siglufjarðar sem heimabæjar íslenska þjóðlagsins og efla ferðaþjónustu á Siglufirði. Upphæð 1.000.000 kr.

35. Framtíðarhúsnæði fyrir Könnunarsafnið á Húsavík. Meginmarkmið er að tryggja áframhald reksturs Könnunarsafnsins á Húsavík í stærra og hentugra húsnæði og jafnframt að skapa starfsfólki Fasteignafélags Húsavíkur verkefni við uppsetningu safnsins og tryggja þannig störf þeirra næstu mánuði á erfiðum tímum. Upphæð 1.000.000 kr.

36. Aukum innlenda framleiðslu – samvinna hönnuða og framleiðenda á Íslandi. Meginmarkmið er að efla innlenda framleiðslu og íslenska hönnun. Upphæð 500.000 kr.

37. Tónleikaröð í Fræðasetri um forystufé. Meginmarkmið er að auka við menningarflóru á svæðinu þar sem yfirleitt eru fáir tónlistarviðburðir á sumrin og að gefa ungum tónlistarmönnum á svæðinu tækifæri til að koma sér á framfæri og leyfa öðrum að njóta listar þeirra. Upphæð 300.000 kr.

 


Athugasemdir

Nýjast