Vinnuhópur um íbúalýðræði og gagnsæa stjórnsýslu á Akureyri var skipaður í febrúar sl. og er verkefni hópsins að koma fram með tillögur um það hvernig hægt sé að stíga virk og hröð skref í átt að íbúalýðræði og gagnsærri stjórnsýslu í bænum. Hópurinn vinnur nú að slíkum tillögum og er stefnt á að skila þeim fyrir lok árs. Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags.